Atlantik Legal Services er íslensk lögmannsstofa sem sérhæfir sig í þjónustu við fyrirtæki og fjárfesta. Styrkur okkar felst í breiðum hópi sérfræðinga á sviði lögfræði, fjármála og rekstrar sem gerir okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar fjölbreytta og vandaða þjónustu.

Á meðal helstu verkefna sem unnin hafa verið á stofunni undanfarið eru; endurskipulagning fyrirtækja, endurkaup fyrirtækis á skuldabréfum, málflutningur vegna afleiðusamninga við íslenskar fjármálastofnir og skattaendurskipulagning.

Stjórn Atlantik Legal Services skipa Bogi Guðmundsson, hdl. LL.M. og Benedetto Valur Nardini, hdl.

Framkvæmdastjóri er Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir.