Starfsmenn Atlantik Legal Services búa yfir víðtækri reynslu á sviði fjármunaréttar, félagaréttar, skattaréttar og annarra réttarsviða tengdum fyrirtækjarekstri, ásamt fjölbreyttum bakgrunni á sviði viðskipta og fjármála. Sterkur sérfræðibakgrunnur gerir okkur kleift að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu.
Helstu sérsvið okkar eru:
- Samrunar og yfirtökur
- Við veitum félögum af öllum stærðargráðum alhliða lögfræðilega ráðgjöf varðandi félagaréttarleg málefni. Má þar til að mynda nefna ráðgjöf til kaupenda og seljenda í tengslum við kaup og sölur, samruna og yfirtökur stórra jafnt sem smárra félaga.
- Áreiðanleikakannanir
- Lögmenn Atlantik Legal Services hafa yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af því að stýra og framkvæma hvers kyns áreiðanleikakannanir, svo sem í tengslum við samruna og yfirtökur, skráningu félaga á markað, útgáfu fjármálagerninga, kaup á eignasöfnum.
- Félagaréttur
- Við veitum félögum af öllum stærðargráðum alhliða ráðgjöf varðandi félagaréttarleg málefni ásamt því að annast alla skjalagerð sem til fellur í starfsemi félaga. Á meðal þeirra verkefna á þessu sviði eru ráðgjöf varðandi stofnun, skiptingu og slit félaga, val á félagaformi, uppbyggingu félagasamstæðna, stjórnarhætti og starfskjarastefnur, samruna, kaup og sölu félaga, fjárhagslega endurskipulagningu og framkvæmd áreiðanleikakannana.
- Fjármögnun félaga og framkvæmda
- Lögmenn stofunnar hafa sérhæft sig í að veita bæði innlendum og erlendum aðilum lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við fjármögnun félaga og framkvæmda. Þá hafa lögmenn stofunnar komið að margvíslegum fjölþjóðlegum verkefnum á þessu sviði þar sem meðal annars hefur reynt á flókin álitamál tengd alþjóðlegum skattarétti og íslensku regluverki vegna fjármagnshafta.
- Bankar og fjármagnsmarkaðir
- Við höfum víðtæka reynslu af því að veita innlendum sem og erlendum umbjóðendum ráðgjöf á sviði fjármagnsmarkaðs- og bankaréttar. Á meðal viðfangsefna má nefna ráðgjöf varðandi lánasamninga, fjármögnun á fjármagnsmörkuðum, afleiðusamninga og skráningu félaga í markað.
- Gjaldeyrismál og fjármagnshöft
- Í kjölfar þess að lögfest voru umfangsmikil fjármagnshöft hér á landi síðla árs 2008 hafa lögmenn stofunnar sérhæft sig í að veita lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við gjaldeyrismál og fjármagnshreyfingar á milli landa. Á meðal viðfangsefna stofunnar á þessu sviði má nefna almenna ráðgjöf og túlkun laga og reglna um gjaldeyrismál og ráðgjöf í tengslum við fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og nýfjárfestingar á Íslandi.
- Samkeppnisréttur
- Atlantik Legal Services veitir alhliða lögfræðilega ráðgjöf á sviði samkeppnisréttar auk þess sem starfsmenn stofunnar veita aðilum aðstoð í samskiptum við samkeppnisyfirvöld. Þá má einnig geta þess að samkeppnisréttur kemur oft til álita í tengslum við samruna og yfirtökur fyrirtækja og veita starfsmenn stofunnar alla nauðsynlega þjónustu í tengslum við slík mál.
- Skattaréttur
- Lögmenn stofunnar hafa yfir að búa sérfræðiþekkingu á sviði skattaréttar og eru sérfræðingar okkar vel í stakk búnir til að veita umbjóðendum sínum alhliða lögfræðilega ráðgjöf hvort sem er á sviði alþjóðlegs-, evrópsks- eða innlends skattaréttar.
- Verðbréfamarkaðs- og kauphallarréttur
- Atlantik hefur veitt skráðum félögum ráðgjöf í tengslum við regluvörslu, tilkynningar til kauphallar og FME og veitt ráðgjöf í tengslum við innri endurskoðun á skráðum félögum.
- Málarekstur og málflutningur
- Atlantik Legal Services kappkostar að sinna rekstri og flutningi dómsmála, stjórnsýslumála og gerðardómsmála. Lögmenn stofunnar hafa mikla reynslu af rekstri umfangsmikilla og flókinna mála á öllum helstu sérsviðum stofunnar. Auk hefðbundins málareksturs hafa lögmenn stofunnar gott orðspor þegar kemur að sáttaviðræðum og annars konar úrlausn ágreiningsmála.
- Skuldaskil og fjárhagsleg endurskipulagning
- Við höfum á undanförnum árum veitt bæði innlendum og erlendum aðilum lögfræðilega ráðgjöf á sviði gjaldþrotaréttar. Starfsmenn stofunnar hafa meðal annars unnið fyrir kröfuhafa föllnu bankanna, tekið að sér skiptastjórn þrotabúa og ritað ítarlegar álitsgerðir á þessu sviði.
- Verktaka og útboðsréttur
- Við veitum lögfræðilega ráðgjöf á sviði verktaka- og útboðsréttar. Má þar meðal annars nefna ráðgjöf við gerð verksamninga og ráðgjöf vegna ágreiningsmála sem upp geta komið í tengslum við framkvæmd slíkra samninga eða við framkvæmd opinberra útboða.
- Orkuréttur
- Atlantik Legal Services hefur frá upphafi unnið við sérfræðiráðgjöf til fyrirtækja sem starfa á sviði endurnýtanlegra orkugjafa, hvort sem um er að ræða á sviði vatnsorku, vindorku eða jarðvarma. Lögmenn stofunnar búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á íslensku lagaumhverfi í tengslum við orkunýtingu og veitir félagið sérhæfða ráðgjöf í tengslum við orkunýtingarsamninga og orkusölusamninga auk samskipta og samningagerðar við fjármálastofnanir í tengslum við fjármögnun orkutengdra verkefna. Þá hefur félagið jafnframt annast samskipti og samningagerð orkufyrirtækja við opinbera aðila og félög í eigu íslenska ríkisins, til að mynda vegna Rammaáætlunar skv. lögum nr. 48/2011 sem og tengingar inn á raforkukerfi landsmanna.