Þorvaldur Hauksson

Fulltrúi
thorvaldur(at)als.is

Menntun

  • Háskóli Íslands, Mag. jur.
  • Háskóli Íslands, BA í lögfræði.

Starfsreynsla

Þorvaldur hóf störf hjá Atlantik Legal Services árið 2015 að loknu námi við lagadeild Háskóla Íslands. Á námsárum sínum starfaði Þorvaldur í lögfræðiráðgjöf Arion banka, um tveggja ára skeið hjá Einkaleyfastofunni og sem aðstoðarmaður Trausta Fannars Valssonar lektors við lagadeild Háskóla Íslands.

Í meistaranámi sínu við lagadeild sinnti Þorvaldur aðstoðarkennslu í eignarétti, stjórnsýslurétti I og stjórnsýslurétti II. Þá sat Þorvaldur í stjórn Orators, félags laganema við lagadeild Háskóla Íslands, var ritstjóri 68. árgangs Úlfljóts, tímarits laganema, sat í ritnefnd 67. árgangs Úlfljóts og var í sigurliði málflutningskeppni Orators árið 2014 sem haldin var í Hæstarétti Íslands.

Sérsvið Þorvaldar liggja aðallega á sviði félagaréttar, eignarréttar, fjármunaréttar, skuldaskilaréttar, stjórnsýsluréttar og vörumerkjaréttar.