Eiríkur Elís Þorláksson

Hæstaréttarlögmaður, hrl. LL.M.
eirikur(at)als.is

Menntun

  •  King’s College London, LL.M
  •  Háskóli Íslands, Cand. Jur.

Starfsreynsla

Eiríkur Elís hefur margra ára reynslu af lögmannsstörfum og málflutningi auk þess sem hann hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu.

Eiríkur lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands og útskrifaðist með LL.M. gráðu frá King’s College í London. Hann öðlaðist málflutningsréttindi sín fyrir Hæstarétti 2008.

Um árabil var Eiríkur Elís eigandi hjá Nestor lögmannsstofu svo og Lex lögmannsstofu. Í starfi sínu sem lögmaður hefur hann fengist við flókin og umfangsmikil mál í tengslum við hrun íslensku bankanna.

Eiríkur Elís er lektor við Háskólann í Reykjavík þar sem hann kennir fjármunarétt og gjaldþrotarétt. Hann hefur verið skipaður í ýmsar nefndir á vegum hins opinbera auk þess sem hann sinnir stjórnarsetu í ýmsum fyrirtækjum.

Sérsvið Eiríks liggja aðallega á sviði fjármunaréttar, skuldaskilaréttar, alþjóðlegs einkamálaréttar og félagaréttar auk þess sem hann sinnir málflutningi. Eiríkur hefur sinnt lögmannsstörfum fyrir mörg stórfyrirtæki, bæði innlend og erlend.

 

Tungumál

Íslenska og enska