Bogi Guðmundsson

Héraðsdómslögmaður, hdl., LLM
bogi(at)als.is

GSM: (+354) 696-4725

 

Menntun

  •  Katholic University of Leuven, Belgíu,  LL.M.
  •  Háskóli Íslands, Mag. Jur., fjármálaréttur, verðbréfamarkaðsréttur og bankaréttur
  •  Háskóli Íslands, BA Jur.

Starfsreynsla

Á starfsferli sínum hefur Bogi á árangursríkan hátt veitt fjöldanum öllum af vel þekktum innlendum og erlendum fyrirtækjum lögfræðiþjónustu.

Bogi er með LLM í alþjóðlegum- og evrópskum skattarétti frá European Tax College. Hann hefur einnig stundað nám í alþjóðlegum viðskiptarétti og Evrópurétti við LL.M prógramið við K.U. Leuven. Bogi er með BA próf og meistarapróf í lögum frá Háskóla Íslands.

Frá hruni íslensks fjármálakerfis hefur Bogi aðallega komið fram fyrir hönd erlendra viðsemjenda og kröfuhafa föllnu íslensku bankanna og veitt þeim ráðgjöf í tengslum við þau lagalegu vandamál sem eiga rót sína að rekja til hrunsins. Hann hefur einnig aðstoðað mikið af skuldurum nýju bankanna og komið fram fyrir þeirra hönd í samningaviðræðum við bankana sem snúast um endurskipulagningu á lánum og félögunum sjálfum. Áður en Bogi gekk til liðs við Atlantik Legal Services var hann eigandi hjá Nordik Legal Services.

Bogi hefur birt greinar á þeim sviðum sem falla undir sérsvið hans. Auk þess hefur Bogi verið stundakennari við Háskóla Íslands. Sérsvið Boga eru á sviði alþjóðlegs- og evrópsk skattaréttar, félaga og fyrirtækjaréttar, alþjóðlegs viðskiptaréttar, verðbréfaviðskiptaréttar, Evrópuréttar, kauphallarréttar, opinberra innkaupa, samkeppnisréttar. Auk þess sinnir hann málflutningi í tengslum við framangreind réttarsvið.

 

Tungumál

Íslenska og enska