Benedikt Einarsson

Héraðsdómslögmaður, MBA
benedikt(at)als.is

Menntun

  •  IESE Business School, MBA
  •  Háskóli Íslands, Mag. Jur.
  •  Háskóli Íslands, BA Jur.

Starfsreynsla

Benedikt hefur undanfarin ár starfað sem lögmaður fyrir innlend og erlend fyrirtæki auk þess sem hann hefur veitt fjárfestum ráðgjöf í tengslum við kaup og endurskipulagningu fyrirtækja.

Benedikt er héraðsdómslögmaður. Hann útskrifaðist með BA og Mag. Jur. gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands með sérstakri áherslu á fjármál og hagfræði. Benedikt er með MBA gráðu frá IESE Business School í Barcelona.

Benedikt er vanur að takast á við mál þar sem saman fléttast lögfræðileg- og viðskiptaleg úrlausnarefni. Meðal þeirra verkefna sem hann hefur komið að nýlega eru kaup á fyrirtækjum innan lands og utan, auk endurskipulagningar fjárfestingarfélaga. Benedikt situr í stjórnum nokkurra rekstrar- og þróunarfélaga. Má þar meðal annarra nefna Kynnisferðir hf., Tékkland Bifreiðaskoðun ehf. og Northsil hf.

Sérsvið Benedikts eru fjármunaréttur, félagaréttur, áreiðanleikakannanir og kaup og sala félaga.

Benedikt starfar sem ráðgjafi hjá ALS